Æðarsetur Íslands

Undirbúningur að stofnun Æðarseturs Íslands hófst árið 2010 og hafa heimamenn komið að honum með feðginunum Friðriki Jónssyni og Erlu Friðriksdóttur, sem reka Íslenskan æðardún ehf. og Queen Eider ehf.  Setrið opnaði vorið 2011. Erla og Friðrik hafa um nokkura ára skeið rekið dúnhreinsun í Stykkishólmi en árið 2010 vaknaði sú hugmynd að stofna Æðarsetur Íslands í Stykkishólmi.

Dorrit Moussaieff forsetafrú og verndari setursins.

Fjölmargir heimamenn komu að undirbúningi og framkvæmd setursins og meðal þeirra er Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi, Náttúrustofa Vesturlands, Daníel Bergmann ljósmyndari, Jón Baldur Hlíðberg myndlistarmaður, Æðarræktarfélag Snæfellinga sem er deild innan Æðarræktarfélags Íslands, Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla, Anok margmiðlun ehf. o.fl.