Vörur og listmunir í Æðarsetri Íslands

Meðal þeirra listamanna sem gert hafa muni í tengslum við Æðarsetur Íslands eru þessir:

Gunnar Gunnarsson er fæddur 1956, myndlistakennari frá MHÍ. Gunnar hefur sýnt bæði á einka- og samsýningum. Gunnar hefur kennt myndlist við Grunnskólann í Stykkishólmi frá árinu 1987.

Ingibjörg Helga Ágústssdóttir er fædd 1963, uppalin í Stykkishólmi, lærði fatahönnun í London og Kaupmannahöfn. Ingibjörg hefur haldið sýningar á útskurðarverkum með tilvísun í þjóðsögur og þjóðbúningahefð s.l. ár.

Lára Gunnarsdóttir hefur búið í Stykkishólmi í 19 ár. Þann tíma hefur handverk og hönnun verið hennar aðalstarf.
Íslenska birkið hefur að mestu verið efniviðurinn í verkum hennar.

Ragna Sólveig Scheving er fædd 1963 og hefur rekið Gallerý Bragga í Stykkishólmi frá
árinu 2008. Hún hefur unnið úr gleri frá 2001 og vinnur einnig skartgripi og muni úr leir.

Sigríður Erla Guðmundsdóttir rekur Leir7 hér í Stykkishólmi. Þar er framleidd sérhönnuð
vara þar sem leirinn frá Ytri-Fagradal á Skarðsströnd er í aðalhlutverki. Framleiðslan er
fjölbreytt en snýst þó að mestu um ílát fyrir mat og drykk.

 

Æðardúnssængur

Verð listi/Price list:
1) BABY
Stærð/size 80X100cm ver/cover 100% bómull/cotton
250 g handþveginn æðardúnn/hand washed Icelandic Eiderdown

2) SINGLE (COTTON)
Stærð/size 135X200cm ver/cover 100% bómull/cotton
800 g handþveginn æðardúnn/hand washed Icelandic Eiderdown
3) SINGLE BIG (SILK/COTTON)
Stærð/size 150X220cm ver/cover 100% bómull cotton og/and 100% silki/silk
1000 g handþveginn æðardúnn/hand washed Icelandic Eiderdown
4) DOUBLE
Stærð/size 200X220cm ver/cover 100% bómull/cotton
1600 g handþveginn æðardúnn/hand washed Icelandic Eiderdown