Æðarfugl
Somateria mollissima
Æður, kolla (kvenfuglinn), bliki (karlfuglinn) veturliði (veturgamall bliki) pok(a)önd (Þegar menn veiða fuglinn óvart).
Æðarfuglinn hefur verið friðaður á Íslandi frá árinu 1847. Æðarfuglinn er staðfugl á Íslandi en er upprunninn á Norður-Heimskautssvæðinu. Hann verpur helst á Norðlægum slóðum Íslandi, Grænlandi, Kanada og víðar. Hann lifir þó einnig enn sunnar, verpur t.d. á Bretlandseyjum og í Skandinavíu, og hefur vetursetu á Norðursjó. Æðarfuglar verpa gjarnan saman í byggðum á litlum eyjum með fram ströndum.
Æðarfugl getur orðið rúmlega 20 ára og nokkrir verða enn eldri.
Tilhugalífið hefst seint á haustin og eru fuglarnir að para sig allan veturinn. Varp hefst í apríl og maí. Kollan sér um hreiðurgerð og fóðrar hreiðrið með dúni sem fellur af bringunni. Venjulega eru 4-6 egg í hverju hreiðri en oft eru þó fleiri egg í hreiðrum og koma þau jafnvel frá öðrum kollum.
Blikinn heldur sig nærri hreiðrinu á meðan kollan verpur og fyrstu daga álegunnar. Þegar blikarnir yfirgefa kollurnar leita þeir sér félagskapar með öðrum blikum á leið á fellistöðvarnar. Síðla júlímánaðar eru blikarnir komnir í felubúning og á haustmánuðum fara þeir í varpskrúða á ný.
Ungarnir fara sólarhringsgamlir úr hreiðri á sjóinn en þeir ungar sem komast lífs af eiga 2-3 ár í það að ná kynþroska og verða gjaldgengir í æðarvarpi.
Fæða unganna er að mestu marflær og önnur krabbadýr en fæða fullorðins fugls er kræklingur, aða og ýmsar aðrar tegundir hryggleysingja.
Æðarfugl kjagar um og flýgur upp frekar en að hlaupa. Hann er mikill sundfugl og notar vængina til að synda í kafi, líkt og svartfuglar og mörgæsir. Hann getur kafað niður á 20 – 30 metra dýpi.
Æðarfuglinn er arðmesti fugl Íslands. Æðardúnninn er hrein náttúruafurð og hefur þá eiginleika að hafa mikla samloðun, fjaðurmögnun og léttleika. Ólíkt dúni annarra fugla er æðardúnninn alsettur örfínum þráðum með fíngerðum krókum sem allir krækjast saman sem veldur samloðun hans. Æðardúnninn hefur vegna þessa mjög mikið einangrunargildi og er því af mörgum sagður besti dúnn í heimi.

© Daniel Bergmann
Æðarfugl er stærsta öndin á norðurhveli jarðar, en stór stærð er hagstæð fyrir tegundir sem treysta á næringarforða fyrir varp. Æðarkollur liggja á eggjum sínum í 99% tímans, þá 25-26 daga sem álegan tekur, og fer aðeins af til að drekka. Æðarkollur éta þó rétt fyrir álegu og á meðan þær eru enn að bæta við eggjum. Eggjunum er orpið með sólarhrings millibili og fósturþroski fyrstu eggjana stöðvast þar til kollan leggst á. Fyrir vikið klekjast eggin öll á sama tíma.
Flestar endur eru upprunnar í tempraða beltinu og koma til Íslands sunnan að. Flestar þeirra eru farfuglar með vetrarstöðvar á Bretlandseyjum og í Vestur- Evrópu. Æðarfugl er hins vegar uppruninn á Norður- Heimskaustsvæðinu og er staðfugl á Íslandi. Æðarfugl lifir þó enn sunnar, verpur t.d. á Bretlandseyjum og í Skandinavíu, og hefur vetursetu á Norðursjó.
Af æðarfugli eru til á bilinu fimm til sjö deilitegundir. Þetta er óvenjulegt meðal anda, því yfirleitt er enginn landfræðilegur munur milli andastofna sömu tegundar.
Æðarfugl notar vængi til að synda í kafi, líkt og svartfuglar og mörgæsir. Flestar aðrar kafendur (s.s. skúfönd, duggönd) nota aðeins fætur.
Æðarfuglar verpa færri eggjum en aðrar endur (4-5 í stað 8-10), en ungar eru hlutfallslega stærri (viðmið er stærð fullorðins fugls) heldur en hinir andaungarnir. (Straumönd er millistig með 5-8 egg). Þetta er aðlögun að því að ala ungana upp á sjó á meðan aðrar endur ala sína unga upp á lygnu ferskvatni.

© Daniel Bergmann
Æðarfuglar verpa gjarnan saman í byggðum á litlum eyjum með fram ströndum. Hinar æðarendurnar (æðarkóngur, blikönd og gleraugnaæður) verpa hins vegar dreifðar um votlendi á túndrunni. Andfuglar fara g jarnan milli landa milli sumars og vetrar, svo að verndaráætlanir krefjast alþjóðlegrar samvinnu.
Vinnuhópur um lífríkisvernd á Norðurslóðum (Conservation of Arctic Fauna and Flora=CAFF), sem er undir stjórn Norðurheimskautsráðsins, hefur lagt fram alþjóðlega verndaráætlun til verndar æðaröndunum fjórum. Hver aðildarþjóð ráðsins hefur þróað sína verndaráætlun með hinu sameiginlega markmiði að viðhalda stofnstærðum þeirra um ókomna framtíð.
Æðarendur í hættu
- Netafugl
Æður drukkna oft í netum, einkum á strandsvæðum. Breyta þarf veiðiaðferðum til að sporna við þessu. - Þrávirk efni og mengun
Blýeitrun og aðrir mengunarvaldar veikja fuglana og auka líkur á sjúkdómum og jafnvel dauðsföllum. - Truflun
Æðarvörp laða að gesti en eru viðkvæm fyrir slíkri truflun. Æðarendur eru ófleygar í felli ár hvert, og eru viðkvæmar um fellitímann á haustin. - Rándýrum haldið niðri
Sums staðar er rándýr, sem lifa á æðarfuglum og egg jum þeirra, drepin í stórum stíl. Þetta veldur árekstrum við náttúruvernd því þessar aðgerðir geta stefnt stofnum sem lifa með æðarfugli, í voða.

© Daniel Bergmann
Allir andfuglar hafa einhvern dún í hreiðrum en hjá æðarfugli er þetta sérlega áberandi. Nokkrar aðrar kafendur setja líka mikinn dún í hreiður en ekki er raunhæft að hirða þann dún því þær verpa strjált líkt og endur gera yfirleitt. Æðarfugl verpur hins vegar nokkuð þétt, oft eru hundruð hreiðra á afmörkuðum svæðum.
Flestir fuglar mynda varpblett fyrir álegu. Fiðrið er fellt af á bringu og brjósti til að mynda einn til þrjá varpbletti, sem hafa það hlutverk að flytja hita frá foreldrinu yfir í eggin. Myndun varpbletts felur í sér að húðin þrútnar, fyllist af hvítum blóðkornum og verður tvisvar til fimm sinnum þykkari en ella. Mikilvægast er þó að varpbletts húðin verður æðarík til að auka hitaflæði frá foreldri til egg ja, þ.e. myndar eins konar hitaplötu.
Meðal andfugla ligg ja aðeins kollurnar á egg junum. Þær safna dúninum sem fellur af varpblettinum og nota í hreiðurgerð. Dúnninn hylur eggin þegar kollan fer af hreiðrinu og hjálpar til við að halda réttu raka- og hitastigi í hreiðrum. Dúnninn ræður þó minnstu um það hvort eggin klekist, það veltur fyrst og fremst á því hve vel kollan liggur á egg junum. Næringarástand æðarkollu, einkum fituforði, ræður miklu um möguleika hennar á að unga út egg jum.
Varp og ungauppeldi
- Álega
Kolla liggur ein á egg junum og fer sjaldan af hreiðrinu nema til að drekka. Blikinn kemur með og situr í varpinu fram í miðja álegu, en um það leyti yfirgefa þeir æðarvarpið. - Sníkjuhreiður
Æðarvörp eru mis þétt, frá því að vera nokkur hreiður á hundrað metra fresti, í allt að nokkur hreiður á fermetra. Í þéttari vörpunum kemur fyrir að fleiri egg eru í einu hreiðri heldur en kollan getur orpið sjálf, allt frá átta upp í tólf egg eða jafnvel fleiri. Þetta eru svokölluð sníkjuhreiður, þar sem fleiri kollur en eigandinn hafa laumað egg juðm sínum í hreiðrið. Þetta finnst meðal fleiri andategunda. Á síðari árum hafa þó komið fram dæmi um æðarvörp þar sem hreiðursníklun er algeng, í Finnlandi, Íslandi og Kanada. Stafar það af því að æðarvörp eru misþétt, oft strjál en einstaka varp hérlendis er afar þétt og því tækifærin til sníkjuvarps fyrir hendi í slíkum vörpum.
Sníkjuhreiður geta verið 15-20% af öllum hreiðrum í þéttustu æðarvörpunum. Í tilraun í Eystrasalti (Peter Waldeck o.fl. 2008) reyndist skyldleiki merkjanlega hærri milli hýsils og sníkils, miðað við skyldleika milli tilraunakennt valdra para af kvenfuglum á hreiðri. Hýsillinn gæti því fengið skylda einstaklinga til umönnunar með slíkum viðbótaregg jum. Einstaklingar sem lauma egg jum eru e.t.v. kollur sem eru ekki í nægjanlega góðu líkamsástandi til að ligg ja á egg jum sjálfar. Hreiðurkollan hefur einhverjar forsendur til að taka egginu, veit ekki annað en þetta sé hennar eigið egg eða þá að um skylda einstaklinga sé að ræða. Sé sníkjukollan ættingi hreiðurkollurnar er hreiðurkollan sáttari við auka eggið. - Ungahópum blandað saman
Æðarkollur sem leiða út unga á svipuðum tíma eiga það til að rugla saman reitum með ungahópana. Misjafnt er milli einstaklinga og ára hvort að þær kjósi að ala ungana upp einar eða taka þátt í að mynda slíka mæðrahópa. Oft eru tvær kollur í hóp, stundum 3-5 eða fleiri. Mömmuhópar endast jafnvel í 5-8 vikur. Ungarnir afla sér fæðu sjálfir og því fer mestur tími kollana í að verja ungana fyrir afráni.
Þær æðarkollur sem eru í bestu líkamsástandi þegar þær leiða út eru líklegastar til að sjá sjálfar um sína unga. Kollur í sæmilegu líkamsástandi mynda mömmuhópa en horaðar kollur hafa annaðhvort afrækt hreiðrið á álegu, sleppt því að verpa eða missa fljótlega undan sér ungana. Þær kollur sem halda hópnum þétt saman eru líklegastar til að koma ungum sínum á legg.
Í Finnlandi hafa slíkir mömmuhópar orðnir algengari síðustu ár, í kjölfar aukinna dauðsfalla kollna á hreiðri. Það bendir til þess að kollur meti afránshættuna og taki hana inn í ákvarðanir um myndun mömmuhópa (Kim Jaatinen og fl. 2010).

© Daniel Bergmann
Æðarfugl er mikið rannsakaður við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi. Rannsóknirnar þar eru einkum um stofn- og varpvistfræði fugla. Umhverfisbreytingar, einkum í hafinu, eru þar verðugt rannsóknarefni. Breiðfirskir fuglar afla sér fæðu á grunnsævi, sem er hvergi meira við Ísland heldur en í Breiðafirði. Mörg stærstu æðarvörp Íslands eru á Breiðafirði, einkum í Vestureyjunum og svo við mynni Hvammsfjarðar.
Ungar hafa verið taldir frá 2007 og kynja- og aldurshlutföll metin frá 2010. Þá hefur fæða æðarfugls verið skoðuð í fuglum sem safnað var úr grásleppunetum.
Stærsta æðar verkefnið til þessa á uppruna sinn hjá æðarbændum sjálfum, við Breiðafjörð, á Suðvesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi. Um árabil hafa æðarbændur talið hreiður í vörpum sínum og haldið um það bókhald. Þessi gögn hafa verið greind við Rannsóknasetrið og notuð til að rannsaka stofnvistfræði æðarfugls.
Nokkuð samband er milli fjölda hreiðra í æðarvörpum og veðurfars á Íslandi m.t.t. yfirstandandi loftslagsbreytinga. Haft var samband við 48 æðarbændur ( jarðir) og reyndust 72% þeirra eiga tölur til að lána til verkefnisins. Einnig varð unnt að kanna tengsl veðurs við komutíma æðarkolla í fjórum vörpum og í einu tilfelli tengsl veðurs við fjölda egg ja í hreiðrum. Hægt var að rekja þróun stofnstærðar sl. 30 ár eða lengur í 16 æðarvörpum og í skemmri tíma í 18 æðarvörpum til viðbótar.
Umhleypingasamir vetur virðast seinka varpi og geta haft neikvæð áhrif á fjölda egg ja. Stofnstærð og þær veðurbreytur sem hafa áhrif á hana voru nokkuð mismunandi milli æðarvarpa en þær eru sennilega tengdar veðrabrigðum og samspili þeirra við landfræðilegar aðstæður á hverjum stað. Hins vegar fannst samband milli sumarveðurs og fjölda hreiðra 2-3 árum seinna í sjö æðarvörpum, þetta bendir til áhrifa veðurs á afkomu unga og þar með nýliðun 2-3 árum seinna (æður verður kynþroska 2-3 ára). Þetta samband er þó háð þeim forsendum að æðarfuglar verpi 2-3 ára í fyrsta sinn og að nýliðun skipti máli fyrir stofnstærð í viðkomandi æðarvarpi – en sum æðarvörp eru e.t.v byggð upp af eldri og reyndari kollum með háar lífslíkur og þá skiptir nýliðun tiltölulega minna máli.
Veðuráhrif á æður á Íslandi virðast mest bundin við einstök, afdrifarík ár, s.s. frostaveturinn 1918, hafísárið 1969 eða kuldavorið 1979, þó svo að syrpa af mildum vetrum upp úr 1980 hafi einmitt hist á við aukningu í æðarvörpum um allt land. Loftslagsbreytingar geta haft áhrif á æðarstofninn en þau hrif verða háð því hvernig veðrið á Íslandi bregst við áframhaldandi breytingum. Verði loftslagsbreytingar á þann veg að vetur á Íslandi verði umhleypingarsamari en nú er er t.d. að vænta neikvæðra áhrifa. Í æðarvörpum sem eru tiltölulega háð nýliðun skiptir sumarveðrið 2-3 árum fyrr talsverðu máli.
Seg ja má að verkefnið hafi vaktað æðarfugl aftur í tímann. Hins vegar er það markmið Rannsóknarsetursins að halda áfram þessari gagnasöfnun næstu ár til að halda þræðinum og til að gæta að þessari mikilvægu tegund. Verið er að rannsaka áhrif veðurfars og jörðin heldur bara áfram að hlýna. Því gætu átt sér stað atburðir á næstu árum sem leiða aðeins til að þekkingar, sé haldið áfram að fylg jast með þróun æðarvarpa. Teng ja má þær upplýsingar við talningar á ungum, kynja- og aldurshlutföllum.
Eftir nokkurn stöðugleika 1960-1980 fjölgaði æðarfugli á 9. áratug 20. aldar. Þetta sést bæði í hreiðurtölunum en einnig í vetrarfuglatalningum Náttúrufræðistofnunnar Íslands. Eftir miðjan 10. áratuginn virðist fækkunin ganga nokkuð til baka, en þó ekki í Vestureyjum Breiða-fjarðar, þar sem aukningin hefur að mestu haldið sér.

© Daniel Bergmann
Æðarfugl er langalgengasta önd landsins og þess vegna mikilvægur hlekkur í fæðukeðju strandsvæða. Bæði étur æðurin ýmsar lífverur en jafnframt er tegundin mikilvæg bráð fyrir önnur dýr. Sérstaklega eru æðarungar algeng fæða ýmissa rándýra en talið er að um eða yfir 90% afföll af æðarungum séu eðlileg og að afkoma fullorðinna fugla hafi mun meiri áhrif á stofnstærð en fjöldi unga sem kemst á legg. Þótt afrán sé ekki talið takmarka stærð íslenska æðarstofnsins getur það aftur á móti haft veruleg áhrif á dreifingu varpsins og varpárangur einstök ár og í einstökum vörpum. Í gegnum aldirnar hefur æðurin aðlagast afráninu og orpið á stöðum sem líklegir eru til að veita henni bestan varpárangur. Þetta eru einkum hólmar, eyjar og nes þar sem tófan á erfitt með að nálgast varpið eða jafnvel í skjóli annarra tegunda, t.d. máfa.
Á síðustu öldum hefur þróast áhugavert samstarf manns og æðar, þar sem maðurinn hefur hjálpað til við að skapa ákjósanleg varpskilyrði fyrir æðarfuglinn, m.a. með því að halda þéttleika rándýra niðri á afmörkuðum svæðum. Stór hluti umtalsverðra æðarvarpa á meginlandinu er svona til kominn. Óvenjumikill þéttleiki æðarfugla við þessar aðstæður dregur svo að enn fleiri rándýr sem æðarbóndinn reynir að bægja frá varpinu. Vörn varpsins fer einkum fram með skotveiðum en einnig með gildrum, veifum og mannaferðum um varpið og leggja æðarbændur oft mikla vinnu í að verja vörpin sín.
Á landi eru helstu óvinir æðarfugla refur og minkur en úr lofti eru það örn, hrafn og svartbakur.