Loading...
Æðarsetur Íslands2018-11-20T15:15:16+00:00

Æðarsetur Íslands, Frúarstíg 6, Stykkishólmi.

Helstu samstarfsaðilar Æðarsetursins eru:
Anok margmiðlun ehf, Daníel Bergmann ljósmyndari, Náttúrustofa Vesturlands, Norska húsið – Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla, Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi, Æðarræktarfélag Snæfellinga.

Æðarsetur Íslands var opnað í Norska húsinu 13. júní 2011 af Frú Dorrit Mousaieff, verndara setursins. Æðarsetrið var starfrækt í Norska húsinu 2011 og 2012. Staðsetning þess á hvergi betur heima en í Stykkishólmi því við Breiðafjörð er stærsta nytjaða æðarvarp í heiminum.

Árið 2017 var Æðarsetur opnað á ný í Stykkishólmi í glæsilegum húsakynnum sem sérstaklega voru hönnuð fyrir setrið við Frúarstíg 6. Sýning Æðarsetursins hefur verið sett upp í nýja húsinu og aðstaða öll stórbætt.  Í setrinu er hlunninda- og fræðslusýning þar sem eldri vinnubrögð og áhöld eru sýnd sem notuð voru við hreinsun á æðardúni. Þá eru ljósmyndir og kvikmyndir um varp og dúntekju í gegnum tíðina sýndar.

Vörur úr æðardúni og æðardúnssængur eru til sölu í Æðarsetrinu. Leitað var til listamanna úr Stykkishólmi um gerð listmuna sem tengjast æðarfugli sem seldir eru í setrinu.

Mögulegt er að taka á móti hópum í Æðarsetrið eftir samkomulagi.

Hafa samband

Sumar: 13:00 – 17:00

Vetur: Opið eftir samkomulagi.

Sumar: Ókeypis aðgangur á opnunartíma.

Vetur: Einungis tekið á móti hópum skv. samkomulagi. Aðgangseyrir: 800 kr. pr. mann.

Mögulegt er að halda veislu og/eða móttöku í Æðarsetrinu. Ekki er framleiðslueldhús á staðnum en farsælt samstarf við veitingahús hefur verið um veitingar allt að óskum veisluhaldara.

Sæti og borð f. 20-30 manns.

Möguleiki er á stærri veislum/móttökum án sæta.

Gott aðgengi er að húsinu auk þess sem gott aðgengi f. fatlaða er að að húsinu og að salerni.

Gjald fyrir afnot af húsnæðinu er 20.000 kr.

Mikil þekking um æðarfugla, æðarvarp og framleiðslu vara auk útflutnings býr í Æðarsetrinu. Mögulegt er að fá fyrirlestur og fræðslu. Sú dagskrá tekur um 40-60 mínútur. Í boði á ensku og íslensku.

Verslun er rekin í Æðarsetrinu þar sem á boðstólum eru vörur úr æðardúni eða sem tengjast æðarfugli á einn eða annan hátt.