Íslenskur æðardúnn ehf

Íslenskur æðardúnn ehf. var stofnað í Stykkishólmi árið 1991.  Fyrirtækið er fjölskyldufyrirtæki og rekur dúnhreinsun og Æðarsetur Íslands í Stykkishólmi.  Eigendur eru æðarbændur á eyjum í Breiðafirði.  Fyrirtækið flytur út æðardún auk þess að framleiða eigin vörur úr æðardúni.

Fyrirtækið

Íslenskur æðardúnn hefur það að markmiði að framleiða og selja eingögnu hágæða vörur sem standast hæstu gæðakröfur kaupenda.

Íslenskur æðardúnn er með alla sína starfsemi í Stykkishólmi á Snæfellsnesi. Stykkishólmur ásamt öðrum sveitarfélgöum á Snæfellsnesi er vottað samfélag frá Earth Check. Íslenskur æðardúnn notar eingöngu íslenskt vottað rafmagn við hreinsun á dúni og skilar jafnframt öllum lífrænum efnum sem berast með dúninum til hreinsunar s.s. grasi og þangi aftur í náttúruna. Íslenskur æðardúnn notar æðardún úr Breiðafirði í eigin framleiðslu á vörum en Breiðafjörður nýtur sérstakrar verndar skv. íslenskum lögum.

Allur æðardúnn sem Íslenskur æðardúnn selur er vottaður skv. lögum um gæðamat á æðardúni. Ennfremur eru allar vörur sem Íslenskur æðardúnn framleiðir og fylltar eru með æðardúni, vottaður skv. sömu lögum.

Starfsfólk

Erla Friðriksdóttir
Erla FriðriksdóttirEigandi og framkvæmdastjóri
Erla er annar af tveimur eigendum og hefur starfað sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins frá stofnun fyrst með öðrum störfum en frá 2010 í fullu starfi. Erla er viðskiptafræðingur að mennt.
Friðrik Jónsson
Friðrik JónssonEigandi og stjórnarformaður
Friðrik er annar af eigendum og stjórnarformaður fyrirtækisins. Hann hefur stundað æðarrækt í yfir 40 ár og er æðarbóndi í Bjarneyjum og Hvallátrum í Breiðafirði.
Rafn Rafnsson
Rafn RafnssonFramleiðslustjóri
Rafn hefur starfað hjá Íslenskum æðardúni frá 2010. Hann hefur umsjón með dúnhreinsuninni við Nesveg og sinnir viðhaldi á fasteignum og tækjum.