Æðarsetur Íslands, Frúarstíg 6, Stykkishólmi.
Helstu samstarfsaðilar Æðarsetursins eru:
Anok margmiðlun ehf, Daníel Bergmann ljósmyndari, Náttúrustofa Vesturlands, Norska húsið – Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla, Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Snæfellsnesi, Æðarræktarfélag Snæfellinga.
Æðarsetur Íslands var opnað í Norska húsinu 13. júní 2011 af Frú Dorrit Mousaieff, verndara setursins. Æðarsetrið var starfrækt í Norska húsinu 2011 og 2012. Staðsetning þess á hvergi betur heima en í Stykkishólmi því við Breiðafjörð er stærsta nytjaða æðarvarp í heiminum.
Árið 2017 var Æðarsetur opnað á ný í Stykkishólmi í glæsilegum húsakynnum sem sérstaklega voru hönnuð fyrir setrið við Frúarstíg 6. Sýning Æðarsetursins hefur verið sett upp í nýja húsinu og aðstaða öll stórbætt. Í setrinu er hlunninda- og fræðslusýning þar sem eldri vinnubrögð og áhöld eru sýnd sem notuð voru við hreinsun á æðardúni. Þá eru ljósmyndir og kvikmyndir um varp og dúntekju í gegnum tíðina sýndar.
Vörur úr æðardúni og æðardúnssængur eru til sölu í Æðarsetrinu. Leitað var til listamanna úr Stykkishólmi um gerð listmuna sem tengjast æðarfugli sem seldir eru í setrinu.
Mögulegt er að taka á móti hópum í Æðarsetrið eftir samkomulagi.




