Íslenskur æðardúnn ehf – Stofnað 1991

Íslenskur æðardúnn hefur frá árinu 1991 selt æðardún á markaði erlendis, aðallega til Japan og Þýskalands, en einnig til annarra landa. Íslenskur æðardúnn hefur getið sér gott orðspor fyrir að bjóða eingöngu upp á æðardún sem uppfyllir ströngustu gæðakröfur erlendra kaupenda.

Þennan góða árangur má rekja til þess að félagið selur eingöngu æðardún sem hreinsaður hefur verið af fólki sem hefur áralanga þekkingu og reynslu af meðhöndlun æðardúns. Sama starfsók hefur starfað við hreinsunina um árabil og njótum við þeirrar reynslu, þekkingu og færni sem starfsólkið býr yfir.

Dúnninn tryggður

Allur dúnn sem er í okkar vörslu er tryggður skv. tryggingaskilmálum TM.

TM sér um tryggingar dúns í okkar vörslu.

Allur dúnn sem er í okkar vörslu er tryggður skv. tryggingaskilmálum TM.

Gæði dúnsins

Íslenskum æðardúni er ákaflega annt um gæði dúnsins. Þar ræður miklu að dúnninn komi vel þurr í hreinsunina.

Þurr dúnn skiptir miklu máli

Jafnframt skiptir máli að dúnninn sé geymdur í pokum sem anda. Raki í æðardúni getur auðveldlega skemmt hann og þ.a.l. rýrt hann.

Flutningur dúns til okkar

Dúneigandi þarf ekki að bera flutningskostnað vegna flutnings á óhreinsuðum dúni sem fer í hreinsun og sölu.

Við greiðum fyrir flutning

Óskað er eftir því að dúnninn sé fluttur til okkar sjó- eða landveg, merkt að viðtakandi greiði flutningsgjald.

Íslenskur æðardúnn – Dúnhreinsunin

Dúnhreinsunin aðsetur

Dúnhreinsunin er staðsett á Nesvegi 13, Stykkishólmi. Þar fer einnig fram móttaka á dúni frá bændum.